Nýjung fyrir golfara - fullkomið tölfræðiskjal

Golfurum á Íslandi stendur til boða nýtt skjal sem heldur sjálfvirkt utan um margs konar tölfræði tengda spilamennskunni.  Einu upplýsingar sem spilari þarf að skrá inn eru fjöldi högga á holu (líkt og gera þarf hvort eð er á skorkortum), fjöldi pútta á holu og hvar upphafshögg endaði (forskrift gefin í skjali).

Með einni aðgerð er golfhringur vistaður í gagnagrunni og nothæfur til tölfræðiútreikninga.

Framsetning tölfræði er bæði í töfluformi og myndræn svo auðvelt sé að glöggva sig á stöðu spilamennskunnar og hvar þarf að bæta úr.  

 

Ennfremur eru skjöl í pakkanum sem auðvelda kylfingum að halda utan um tölfræði í tengslum við stutta spilið (innáhögg) þar sem hægt er að tilgreina 6 mismunandi kylfur og hversu langt frá holu högg með þeim enda af 50m, 100m og 150m færi.  Tölfræðinni er safnað í gagnagrunn og þannig hægt að sjá hvaða högg þarf að leggja helstu áherslu á að laga.  Framsetning á tölfræði er myndræn og því auðvelt að átta sig á því hvar vandinn liggur.

   

Þriðja skjalið heldur utan um tölfræði vegna pútta, þá er slegið inn hversu langt frá holu innáhögg er og hversu langt frá holu einstök pútt eftir það högg enda frá holu.  Niðurstaðan er sýnd á mynrænan hátt og sýnir á aðgengilegan máta hversu algeng einpútt, tvípútt og þrípútt eru úr mismunandi fjarlægðum frá holu.

 

Hér á síðunni getur þú sótt 7 daga prufu-útgáfu af skjölunum. 

 

 Meðal þess sem finna má í aðalskjalinu er: 

  • Allir vellir innan GSÍ á landinu skráðir inn, það eina sem þarf að gera er að velja viðkomandi völl og allar upplýsingar um hann birtast.
  • Tölfræði um hvernig hver einasta hola var leikin síðast þegar viðkomandi völlur var leikinn.
  • Tölfræði um hvernig hver einasta hola hefur verið leikin að meðaltali á viðkomandi velli.
  • Meðaltal allra spilaðra hringja eftir tegund holu (par 3, 4 eða 5):
    • Fjöldi högga á holu
    • Fjöldi punkta á holu
    • Fjöldi pútta á holu
    • Tíðni hittra flata (green in regulation)
    • Dreifing upphafshögga (á braut eða utan)
  • Útreikningur á leikforgjöf á hverjum velli fyrir sig miðað við forgjöf leikmanns
  • Breytingar á forgjöf eftir hvern spilaðan hring
  • Sérmerking við þær holur þar sem viðkomandi leikmaður fær "aukapunkt" vegna forgjafar.
 
 
Fyrir hverja eru skjölin?
Fyrir alla sem vilja bæta árangur sinn í golfi
Notandi getur á einfaldan hátt haldið utan um tölfræði allra spilaðra hringja á völlum á Íslandi
Notandi getur fengið yfirlit yfir uppsafnaða tölfræði fyrir hvern einstakan völl sem hann hefur leikið, auk yfirlits yfir alla leikna hringi óháð velli
Tilvalið fyrir þjálfara afrekshópa golfklúbbanna - gefur staðlað yfirlit yfir stöðu einstaklinga í hópum
Fyrir alla sem vilja nálgast þjálfun sína í íþróttinni á skipulegri hátt (t.d. meistaraflokkskylfinga)
Mjög gott yfirlit yfir stutta spilið sem sýnir dreifingu högga eftir ólíkum kylfum og frá mismunandi fjarlægðum (50m, 100m og 150m)
Sýnir á augljósan hátt hvar bæta úr og á hvað þarf leggja áherslu í æfingum
Yfirlit yfir pútt sem sýnir hvar vinna þarf í nákvæmni til fækka óþarfa höggum á flöt (eru t.d. 3ja metra púttin vandamál?)
Þrjú yfirgripsmikil skjöl í einum pakka, sniðin Excel 2007 viðmóti
 
Skjölin þrjú saman í pakka kosta 4,000.-
Magnafsláttur í boði fyrir þá sem þess óska
Vinsamlegast sendið tölvupóst á golftolfraedi@gmail.com til frekari upplýsingar.
 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Um bloggið

Golftölfræði

Höfundur

Haukur Skúlason
Haukur Skúlason
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband